Vinsamlegast athugið að tölurnar sýnda fjölda skoðana hverju sinni ekki fjölda skráðra byggingakrana. Skoða þarf byggingakrana við uppsetningu, og svo á árs fresti eftir það, svo tölurnar gefa nokkuð góða mynd af fjölda krana sem í notkun eru hverju sinni.

Hafirðu frekari spurningar um fyrirkomulag á skoðun byggingakrana hafðu þá samband við vinnuvélasvið Vinnueftirlitsins.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um vinnuvélar og tæki sem heyra undir Vinnueftirlitið þá bendum við á heimasíðu okkar fyrir nánari upplýsingar.

Ef gögnin eru birt annars staðar vinsamlegast vísið þá til Vinnueftirlitsins.